Menu
Ostakúlur með ólífum

Ostakúlur með ólífum

Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef gert ólífukúlurnar og það bregst ekki að í hvert sinn er ég beðin um uppskriftina. Ef mér skjátlast ekki er uppskriftin upphaflega úr gamalli (25 ára plús) Ostalyst en hefur haldið velli. Uppskriftin hefur þó eflaust tekið einhverjum smávægilegum breytingum síðan.

Innihald

1 skammtar
hveiti
kalt smjör
rifinn bragðmikill ostur, t.d. sterkur Gouda eða Óðalsostur
rifinn parmesanostur
chiliflögur eða þurrkaður cayenne pipar (má sleppa)
grænar fylltar ólífur, um tvær krukkur (40-50 stk)

Aðferð

  • Setjið allt nema ólífurnar í matvinnslu- eða hrærivél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Takið smá bút af deiginu, rúllið því utan um ólífurnar og búið til litlar kúlur.
  • Setjið í ísskáp og kælið í eina klukkustund.
  • Bakið kúlurnar við 200° í um það bil 15 mínútur.
  • Kúlurnar er gott að bera fram volgar eða við stofuhita.
  • Gott að geyma þær í frysti og velgja svo aðeins í ofni áður en þær eru bornar fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir