Menu
Ostapizza

Ostapizza

Á mörgum heimilum er föstudagspizzan nauðsynlegur partur af góðu kósíkvöldi. Hægt er gera þessa uppskrift frá grunni eða vera með tilbúið deig, allt eftir því hversu mikill tími á að fara í matargerðina.

 

Innihald

1 skammtar

Pizzadeig:

volgt vatn
þurrger
hunang
ólífuolía
hveiti (400-450 g)

Álegg:

hvítlauksolía (2-3 msk.)
Rifinn mozzarella frá Gott í matinn
Rifinn parmesan
Dala Camembert
Piparostur

Pizzadeig

  • Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að vatnið sé volgt.
  • Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar það byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt.
  • Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál og notið hnoðarann í hrærivélnni í u.þ.b. 4-6 mínútur.
  • Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina.
  • Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund.

Álegg

  • Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu.
  • Smyrjið botninn með hvítlauksolíu og dreifið rifna mozzarella ostinum yfir.
  • Bætið við skornum Camembert og rifnum piparosti.
  • Bakið við 220°C í 10–12 mínútur. Berið fram með góðri sultu.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir