Menu
Ostapönnukökur með reyktum laxi og límónukremi

Ostapönnukökur með reyktum laxi og límónukremi

Innihald

10 skammtar

Ostapönnukökur

hveiti
lyftiduft
sjávarsalt og svartur pipar
egg
ab mjólk
lítil kotasæla
mozzarellaostur rifinn frá Gott í matinn
graslaukur, fínsaxaður

Límónukrem

18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
rifinn börkur af 1 límónu
límónusafi
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Meðlæti

reyktur lax eða reyktur silungur, eftir smekk
ferskt salat
nokkur jarðarber
límónubátar

Aðferð

  • Setjið þurrefnin saman í skál og blandið síðan hinum hráefnunum saman við. Hrærið.
  • Steikið á pönnu við meðalhita.
  • Hrærið saman sýrðan rjóma, límónusafa og límónubörk. Smakkið til með pipar og salti.
  • Smyrjið hverja pönnuköku með límónukremi. Setjið smá salat, lax/silung og jarðarber ofan á og sáldrið svörtum pipar yfir. Berið fram með límónubátum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir