Menu
Ostaskonsur með tveimur ostaídýfum

Ostaskonsur með tveimur ostaídýfum

Það er nóg af ostum í þessum uppskriftum. Skemmtileg útfærsla af skonsum og ostaídýfur með.

Það er endalaust hægt að malla úr ostum og afgöngum af ostum og í þessar uppskriftir má nota hina og þessa osta til að klára upp lagerinn í ísskápnum. En sammerkt eiga þær að vera einfaldar og vinsælar enda stendur nýbakað brauð og ostar alltaf fyrir sínu.

Innihald

6 skammtar

Skonsur:

hveiti (eða 2 bollar)
lyftiduft
salt
smjör við stofuhita (1/2 bolli)
rifinn Óðals Cheddar (1/2 bolli)
rifinn piparostur (1/2 bolli)
mulinn fetakubbur frá Gott í matinn (1/2 bolli)
sýrður rjómi með graslauk (1/2 bolli)
matreiðslurjómi (1/2 bolli)

Bökuð og fyllt ostaídýfa:

Óðals Búri, rifinn eða skorinn í teninga
Óðals Cheddar, rifinn eða skorinn í teninga
rjómaostur frá Gott í matinn
rifinn parmesanostur
nýmjólk
sólþurrkaðir tómatar í olíu
ætisþistlar í olíu

Bakaður Gullostur:

Gullostur
pekanhnetur, saxaðar aðeins niður
döðlur, mjúkar, skornar aðeins smærra
karamellusósa
Örlítið sjávarsalt

Ostaskonsur

  • Hitið ofn í 200 gráður.
  • Hrærið saman þurrefni og osta með gaffli.
  • Takið smjör og myljið það í höndunum saman við þurrefnin, kreistið saman þar til úr verður hálfgerður mulningur.
  • Bætið þá sýrðum rjóma saman við sem og rjóma.
  • Hnoðið allt saman en ákaflega rólega og varlega því skonsur eiga ekki að hnoðast mikið.
  • Setjið deigið á hveitistráð borð. Notið hendurnar til að fletja deigið út, það skal vera um 2 cm á þykkt.
  • Stingið út hringi og setjið á bökunarplötu.
  • Bakið í 10 mínútur og hafið skonsurnar mjúkar og ljósar á litinn.
  • Takið úr ofninum og smyrjið toppana með bræddu smjöri eða smá rjóma.
  • Berið fram.

Bökuð og fyllt ostaídýfa

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Setjið osta og mjólk í pott og bræðið saman á vægum hita.
  • Saxið aðeins tómata og ætisþistla og leggið í botninn á móti sem má fara inn í ofn.
  • Hellið bræddri ostablöndunni yfir tómatana og ætisþistlana.
  • Stingið í heitan ofninn í 10 mínútur og berið strax fram.
  • Það er líka gott að mýkja ferskt spínat í smjöri á pönnu og nota með ætisþistlunum í stað tómata.

Bakaður gullostur með pekanhnetum, döðlum og karamellu

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Setjið ostinn í skál eða á disk sem má fara inn í ofn.
  • Stingið ofan í hann með oddhvössum hníf á nokkrum stöðum svo toppurinn á ostinum lyftist ekki upp við bakstur.
  • Stráið hnetum og döðlum yfir ostinn og hellið karamellusósunni yfir. Hér má notast við ýmsar tegundir af karamellusósu en sniðugt að nota sykurlausa sósu
  • Saltið örlítið.
  • Setjið í heitan ofn og bakið þar til osturinn er lungamjúkur og heitur og karamellan farin að bubbla.
  • Berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir