Menu
Parmesan kjúklingaréttur

Parmesan kjúklingaréttur

Einfaldur og bragðgóður kjúklingaréttur sem hentar bæði hversdags og við fínni tilefni.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur
laukur
góðar lúkur ferskt spínat
góð tómatasósa eða maukaðir tómatar (t.d. tvær krukkur af Hunt's traditional pasta sósu)
poki pizzaostur
brauðraspur (hægt að tæta hálft baguette niður í matvinnsluvél og rista svo á ofnplötu við 180 gráður í 10 mínútur)
rifinn parmesan ostur
Ólífuolía, salt og pipar

Aðferð

  • Skerið kjúklinginn niður í teninga og laukinn smátt.
  • Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann brúnast en er ekki eldaður í gegn.
  • Setjið laukinn út á og steikið aðeins áfram.
  • Dreifið spínatinu yfir og hellið svo pastasósunni yfir allt.
  • Dreifið pizzaostinum yfir sósuna, því næst brauðraspinum og svo parmesan ostinum.
  • Hellið örlítilli ólífuolíu yfir allt saman og bakið í ofni við 200 gráður í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og osturinn ofan á orðinn stökkur og gullinn. Berið fram með hvítlauksbrauði og góðu grænu salati.
  • Eins er hægt að sjóða spagettí með réttinum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir