Aðferð
- Stillið ofninn á 150°.
- Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið sykurinn út í smátt og smátt. Mér finnst best að setja góða matskeið og bíða í um mínútu og bæta þá næstu við og halda þannig áfram þar til allur sykurinn er uppurinn. Þá er gott hræra áfram í 5 mínútur. Setja svo edik saman við og hræra áfram í 2 mínútur.
- Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Búið til með blýanti hring sem er 20 cm í þvermál. Setjið marensinn á hringinn. Gott er að nota sleif og gera 10 marensslettur fastar saman. Gerið síðan smá dæld ofan í hverja. Setjið inn í ofninn og lækkið hitann í 120°. Bakið í 1 ½ tíma. Látið kransinn kólna inn í ofninum.
- Þeytið saman í hrærivél sýrðum rjóma og rjóma þar til þykkt og slétt. Setjið á kransinn.
- Myljið kexkökurnar og blandið kókosmjöli saman við. Sáldrið því utan um hvern hring og setjið ananasbita inn í.
- Brærðið saman Dumble karamellur, smá salt og 1 dl af rjóma. Dreifið smá yfir kransinn og berið restina fram með kransinum.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir