Pasta
- Olía og smjör brætt á pönnu. Hráskinka sett á heita pönnuna og látin malla þangað til hún er orðin pínu stökk á brúnunum. Aspas bætt saman við og allt látið blandast vel saman. Rjóma hellt yfir og örlítil suða látin koma upp til að allt malli á pönnunni.
- Gerið þetta á meðan að pastað sýður. Basilíkan fer út í sósuna og allt hrært saman. Núna pastavatnið. Þá parmesanosturinn. Smakkið til með salti og pipar og gott getur verið að strá örlitlu af krafti í duftformi í sósuna. Látið malla þar til sósan þykknar aðeins.
- Hellið af pastanu þegar tilbúið (ekki gleyma að halda pastavatni fyrir sósuna!) Hrærið sósuna saman við pastað og berið fram með meiri parmesanosti.
Heitt mozzarellabrauð
- Skerið raufar í brauðið, en ekki alveg niður, skal haldast saman.
- Setjið smjörklípu ofan í hverja rauf, sem og mozzarellasneið. Ef þið viljið hafa hvítlauk fer hann líka með.
- Leggið brauðið á ofnplötu eða í form.
- Rífið smá meiri ost yfir brauðið og stráið örlitlu salti með.
- Stingið í heitan ofn þar til osturinn er bráðinn og brauðið gullið.
- Berið fram með pastanu.
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir