Menu
Pasta með beikonostasósu

Pasta með beikonostasósu

Pasta í rjómaostasósu klikkar aldrei og smurostar henta einstaklega vel í sósugerðina. Hér nota ég bragðgóðan beikonsmurost en ef þú átt aðra tegund í ísskápnum eða mögulega tvær tegundir máttu skipta honum út fyrir einhvern annan - þeir passa allir í sósuna.

Innihald

5 skammtar
pasta
beikon
spínat
sveppir
beikon smurostur (300 g)
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
grænmetisteningur eða 1 tsk. grænmetiskraftur
Goðdala Feykir, eftir smekk

Skref1

  • Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka.
  • Skerið beikonið í litla bita, steikið þar til stökkt og setjið til hliðar.
  • Skerið sveppi í sneiðar og steikið upp úr smjöri þar til brúnaðir, bætið spínati á pönnuna og steikið þar til það mýkist.

Skref2

  • Bætið beikonsmurosti og rjóma ásamt grænmetiskrafti á pönnuna og látið bráðna saman.
  • Setjið pastað saman við sósuna og smakkið til með salti og pipar. Bætið dálitlu pastavatni saman við ef ykkur finnst sósan of þykk.
  • Toppið með stökku beikoni og rifnum Feyki.

Höfundur: Sunna