Menu
Pasta með hráskinku og mozzarella kúlum

Pasta með hráskinku og mozzarella kúlum

Hérna höfum við rétt sem er dæmi um það hvað góð hráefni eru mikilvæg. Ekkert flókið - öllu blandað saman í eitt fat og útkoman er dýrindis kvöldmatur eða réttur í saumklúbbinn eða á veisluborðið.

Innihald

4 skammtar
kokteiltómatar
ólífuolía
hvítlauksrif
chili flögur
salt
handfylli ferskar kryddjurtir, t.d. timjan eða rósmarín
fusilli pasta
grænt pestó
spínat
salt og pipar
mozzarella perlur eða kúlur
hráskinka
handfylli fersk basilíka

Skref1

  • Hitið ofn í 200°c.
  • Setjið tómatana í eldfast mót ásamt ólífuolíu.
  • Kremjið hvítlaukinn saman við og dreifið salti, chili flögum og kryddjurtum yfir.
  • Hrærið öllu létt saman og bakið í ofni í 10-15 mín.

Skref2

  • Sjóðið pastað á sama tíma samkvæmt leiðbeiningum, þegar það er full soðið, sigtið vatnið frá og setjið pastað aftur í pottinn.
  • Blandið pestó, spínati og helmingnum af mozzarella ostinum saman við pastað.

Skref3

  • Takið þá eldfasta mótið úr ofninum og blandið pastanu saman við tómatana í eldfasta mótinu.
  • Sáldrið salti og pipar saman við eftir smekk.
  • Þá er restinni af mozzarella ostinum dreift yfir ásamt hráskinkunni.
  • Setjið aftur inn í ofn í u.þ.b. 10 mín.

Skref4

  • Skerið basilíkuna niður og dreifið yfir réttinn þegar hann kemur úr ofninum.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir