Menu
Pasta með kjúklingi, beikoni og ostum

Pasta með kjúklingi, beikoni og ostum

Stökka beikonið, smjörsteiktu sveppirnir og hvítlaukurinn gerir þetta kjúklingapasta bara svo gómsætt!‍

Í þessari uppskrift notaði ég Óðals Tind sem er einn uppáhalds osturinn minn. Hann er með mjög sérstöku bragði og er einnig æðislegur ofan á ristað brauð.

Innihald

4 skammtar

innihald:

kjúklingalundir
beikon
ferskt pasta ravioli með osti og spínati
sveppir
laukar
kramin hvítlauksrif
spínat
Óðals Tindur
Parmesanostur
íslenskt smjör til steikingar
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Byrjið á því að steikja beikonið þar til það verður fallega brúnt á litinn. Sigtið þá beikonið frá og setjið í skál til hliðar.
  • Steikið kjúklingalundirnar upp úr 50 g af íslensku smjöri þar til eldaðar í gegn. Látið þær kólna og skerið svo í litla bita.
  • Þá er komið að því að steikja sveppina upp úr 50 g af íslensku smjöri, síðan laukinn og að lokum hvítlaukinn.
  • Blandið öllu hér að ofan vel saman ásamt vel söxuðu spínati.

Skref2

  • Takið fram pott og sjóðið pastað í 3 mínútur.
  • Hellið öllu vatninu af.

Skref3

  • Bræðið Óðals Tind og parmesanostinn í rjómanum í öðrum potti.
  • Setjið pastað út í sósuna og blandið öllu vel saman áður en þið berið réttinn fram.

Höfundur: Tinna Alavis