Menu
Pasta með tómötum og burrata

Pasta með tómötum og burrata

Einstaklega fljótlegt og gott pasta með fullt af tómötum og stökkum furuhnetum sem er tilbúið á 15 mínútum. Tilvalið fyrir brunsh á pallinum í sumar en auðvitað má gæða sér á svona góðgæti allt árið um kring. Fyrir þá sem vilja gera pastað matmeira er hægt að grilla kjúkling og bera hann fram með pastanu.

Innihald

4 skammtar
pastaslaufur eða annað pasta
ólífuolía
rauðlaukur
hvítlauksgeirar
chilliflögur
sjávarsalt
litlir tómatar
furuhnetur
fersk basilíka
íslenskur burrata ostur

Skref1

  • Eldið pastað eftir leiðbeiningum. Saltið vatnið með 1 tsk. af salti.
  • Setjið ólífuolíu á pönnu og hitið yfir meðalháum hita.
  • Skerið rauðlauk smátt niður ásamt hvítlauknum og setjið á pönnuna ásamt chilliflögum og salti og steikið léttilega.

Skref2

  • Skerið tómatana í tvennt og setjið á pönnuna, steikið tómatana þar til þeir hafa náð að mýkjast aðeins og eldast.
  • Bætið furuhnetum og feskri basilíku saman við og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  • Setjið pastað saman við og hrærið í rúmar tvær mínútur eða þar til allt hefur náð að blandast vel saman við pastað.

Skref3

  • Setjið pastað á fallegan disk, setjið ferska burrata kúlu yfir pastað ásamt ferskri basilíku og furuhnetum.
  • Þau sem vilja hafa pastað extra sterkt geta einnig bætt við meiri chilliflögum.
  • Fyrir matmeira salat er gott að grilla kjúkling til að bera fram með pastanu.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir