Afskaplega einfaldur og vinsæll réttur sem ég elda næstum því vikulega. Það er frábært að nota í þennan rétt tómata sem eru orðnir vel þroskaðir, annað hvort kirsuberja- eða venjulega eða blöndu af þeim tómötum sem þið eigið. Svo er bara öllu hent í eitt fat, bakað og soðnu spaghettíi svo bætt saman við bakaða tómatana. Perfecto!
vel þroskaðir tómatar | |
hvítlauksrif | |
laukur | |
ólífuolía | |
chiliflögur | |
• | salt og pipar |
mozzarellakúlur | |
spaghettí eða annað pasta | |
• | rifinn Goðdala Feykir eða annar harður ostur |
• | fersk basilíka |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir