Menu
Pastaréttur með tómötum og Mascarpone

Pastaréttur með tómötum og Mascarpone

Einföld og gómsæt uppskrift að pasta með íslenskum Mascarpone osti. 

Mascarpone ostur er frábær í matargerð og gefur dásamlegt rjómabragð sem passar sérstaklega vel í pastarétti.

Innihald

6 skammtar
ferskt osta Tortellini
hakkaðir tómatar í dós
rjómi frá Gott í matinn
kastaníusveppir
laukur
spínat
íslenskur Mascarpone frá Gott í matinn
Smjör og ólífuolía til steikingar
Salt, pipar, oregano, hvítlauksduft
rifinn Goðdala Grettir
fersk basilíka

Skref1

  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Ef notast er við ferskt pasta tekur það aðeins örfáar mínútur að verða tilbúið.

Skref2

  • Saxið niður lauk og skerið sveppi í sneiðar, steikið upp úr blöndu af smjöri og ólífuolíu þar til mýkist.
  • Bætið þá spínati á pönnuna og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.

Skref3

  • Þegar grænmetið er orðið mjúkt má hella tómötum í dós ásamt rjóma yfir og leyfa að malla smá stund.
  • Kryddið til eftir smekk.

Skref4

  • Þegar tortellini er tilbúið skal hella því á pönnuna og hræra saman við tómatblönduna.

Skref5

  • Setjið pastað næst í eldfast mót (nema pannan/potturinn megi fara í ofn).
  • Rífið vel af Óðals Gretti yfir allt saman og setjið að lokum vel af Mascarpone osti yfir.
  • Bakið í 200°C heitum ofni í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Skref 5

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir