Menu
Pastasalat með ljúffengum ostum

Pastasalat með ljúffengum ostum

Einstaklega ferskt og gott pastasalat, gott með brauði, sem meðlæti eða bara eitt og sér í sumarblíðunni. Þetta pasta slær alltaf í gegn í afmælum hjá okkur og er fastur liður á veisluborðið. Fljótlegt og gott!

Innihald

1 skammtar
pastaskrúfur
salt
olía
púrrulaukur
skinka
Mexíkóostur
piparostur
paprikuostur
sýrður rjómi frá Gott í matinn (10%)
majónes
salt og pipar
sítrónupipar

Aðferð

  • Setjið vatn í pott og sjóðið þar til suðan er komin upp.
  • Setjið pastaskrúfurnar ofan í pottinn ásamt salti og olíu. Sjóðið eftir leiðbeiningum utan á pakkanum (um 10 mín). Passið ykkur að sjóða pastað ekki of mikið.
  • Takið pastað úr pottinum og látið kalt vant renna yfir það svo það kólni alveg. Gott er sigta pastað vel og setja í skál.
  • Skerið púrrulaukinn gróflega niður og setjið í matvinnsluvél og hakkið mjög smátt.
  • Skerið ostana í litla teninga ásamt skinkunni.
  • Blandið öllu saman við pastaskrúfurnar og hrærið vel.
  • Hrærið sýrðan rjóma og majónes saman og blandið saman við pastað.
  • Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Ef ykkur finnst pastað of þurrt er gott að bæta við majónesi eða sýrðum rjóma. Kryddið með salti, pipar og sítrónupipar. Gott er að byrja á því að setja lítið krydd og smakka svo þess á milli.
  • Geymist í kæli þar til borðið fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir