Menu
Pastasalat með túnfiski og avocado

Pastasalat með túnfiski og avocado

Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15 mínútur að útbúa. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið, nú eða bjóða upp á í góðra vina hópi á pallinum í sumar eða í næsta barnaafmæli. Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.

Innihald

4 skammtar
pastaskrúfur
túnfiskur
avocado, mjúk
safi úr einni sítrónu
rauðlaukur
hvítlauksrif
grísk jógúrt frá Gott í matinn
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
dijon sinnep
fersk steinselja
salt og pipar
sítrónupipar
chili flögur

Skref1

  • Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  • Skerið avacado gróflega niður og setjið í skál ásamt rauðlauk, hvítlauk og túnfisknum.
  • Kreistið safann úr sítrónunni yfir allt og hrærið saman.

Skref2

  • Blandið pastaskrúfunum saman við ásamt grískri jógúrt, sýrðum rjóma, dijon sinniepi og restinni af öllum kryddum.
  • Gott er að blanda öllu vel saman og smakka til og bæta við frekari kryddi ef þess er þörf.
  • Geymið í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir