Menu
Pavlova með kókos og jarðarberjarjóma

Pavlova með kókos og jarðarberjarjóma

Þessi pavlova er bæði ómótstæðilega góð og nógu falleg til að prýða hin fínustu veisluborð.

Gott er að setja á kökuna deginum áður. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Innihald

12 skammtar

Marengs:

sykur
egg
maísenamjöl
kókos (shredded coconut eða kókosmjöl)
salt
mataredik
vanilludropar

Toppur:

rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
jarðarberjasulta
kókosbollur (3-4)
jarðarber
dökkt súkkulaði

Marengs

  • Hitið ofninn í 140 gráðu hita og setja smjörpappír á ofnplötu.
  • Hrærið sykur og maísenamjöl saman í skál.
  • Hrærið eggjahvítur og salt saman í skál þar til eggjahvíturnar eru farnar að standa.
  • Blandið sykrinum rólega saman við, smátt og smátt í einu og hrærið vel saman.
  • Bætið mataredikinu og vanilludropum saman við og hrærið stanslaust þar til marengsinn er orðinn silkimjúkur, stífur og stendur.
  • Bætið kókósnum saman við og hrærið varlega saman við með sleif.
  • Myndið hring á smjörpappírinn, ca 25 cm og gerið úr því marengsskál þannig að marengsinn kemur hærra upp til hliðanna. Ef ykkur finnst það of erfitt er í lagi að gera stóran flatan hring.
  • Bakið marengsinn í 50-60 mínútur, eða þar til hann er orðinn þurr viðkomu.
  • Slökkvið á ofninum og leyfið botninum að ná stofuhita inni í ofninum. Oft er gott að gera botninn deginum áður og láta hann því vera í ofninum yfir nótt.

Toppur

  • Þeytið rjómann þar til hann er orðin stífur og stendur, passið þó að þeyta hann ekki of mikið.
  • Blandið flórsykri, vanilludropum og jarðarberjasultu saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið rjómann á kökuna.
  • Grófsaxið kókosbollur og jarðarber og setjið ofan á rjómann.
  • Bræðið súkkulaði og slettið því óreglulega yfir kökuna.
Toppur

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir