Hitið ofninn í 140 gráðu hita og setja smjörpappír á ofnplötu.
Hrærið sykur og maísenamjöl saman í skál.
Hrærið eggjahvítur og salt saman í skál þar til eggjahvíturnar eru farnar að standa.
Blandið sykrinum rólega saman við, smátt og smátt í einu og hrærið vel saman.
Bætið mataredikinu og vanilludropum saman við og hrærið stanslaust þar til marengsinn er orðinn silkimjúkur, stífur og stendur.
Bætið kókósnum saman við og hrærið varlega saman við með sleif.
Myndið hring á smjörpappírinn, ca 25 cm og gerið úr því marengsskál þannig að marengsinn kemur hærra upp til hliðanna. Ef ykkur finnst það of erfitt er í lagi að gera stóran flatan hring.
Bakið marengsinn í 50-60 mínútur, eða þar til hann er orðinn þurr viðkomu.
Slökkvið á ofninum og leyfið botninum að ná stofuhita inni í ofninum. Oft er gott að gera botninn deginum áður og láta hann því vera í ofninum yfir nótt.
Toppur
Þeytið rjómann þar til hann er orðin stífur og stendur, passið þó að þeyta hann ekki of mikið.
Blandið flórsykri, vanilludropum og jarðarberjasultu saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
Setjið rjómann á kökuna.
Grófsaxið kókosbollur og jarðarber og setjið ofan á rjómann.
Bræðið súkkulaði og slettið því óreglulega yfir kökuna.