Menu
Pavlova með mokkarjóma

Pavlova með mokkarjóma

Einstaklega flott og góð pavlova með mokkarjóma fyllingu. Uppskriftin inniheldur nýjan laktósalausan g-rjóma frá Gott í matinn.

Innihald

6 skammtar
eggjahvítur
sykur
kalt vatn
vanilluextract
borðedik eða hvítvínsedik
maíssterkja

Mokkarjómi:

laktósalaus G-rjómi frá Gott í matinn, kaldur
sterkt espresso kaffi
hreint kakóduft
flórsykur
vanilluextract

Súkkulaðibráð

dökkt súkkulaði
laktósalaus G-rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Hitið ofn í 140 gráður með blæstri.
  • Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja aðeins að freyða, hellið vatninu rólega saman við á meðan þið þeytið.

Skref2

  • Bætið sykrinum hægt og rólega saman við á meðan þið þeytið áfram.
  • Þeytið mjög vel í 2-3 mínútur eftir að sykurinn er allur kominn saman við og marengsinn myndar stífa toppa.
  • Bætið þá vanillu, ediki og maíssterkju saman við og blandið rólega saman með sleikju.

Skref3

  • Skiptið jafnt á tvær smjörpappírsklæddar bökunarplötur og myndið hringi sem eru um 20 cm í þvermál.

Skref4

  • Setjið í ofninn og bakið í 30 mínutur.
  • Lækkið þá hitann í 120 gráður og bakið í 45 mínútur.
  • Slökkvið á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í a.m.k. eina klukkustund í ofninum.

Mokkarjómi

  • Rjóminn, kaffið, kakóið, flórsykur og vanilla sett saman í skál og þeytt í mjúka toppa.
  • Helmingurinn af rjómanum settur á milli marengsbotnanna og hinn helmingurinn settur ofan á.

Súkkulaðibráð

  • Rjómi og súkkulaði brætt saman í potti eða örbylgjuofni við vægan hita.
  • Leyft að kólna og svo hellt yfir tertuna að lokum.
  • Loks er kakan skreytt með ferskum jarðarberjum.
Súkkulaðibráð

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir