Menu
Piparmyntu súkkulaði ostamús

Piparmyntu súkkulaði ostamús

Innihald

6 skammtar
Oreo kexkökur (má sleppa)
rjómaostur
dökkt suðusúkkulaði, bráðið
kakó
piparmyntudropar
rjómi

Toppur

rjómi
After eight piparmyntusúkkulaði

Aðferð

  • Setjið Oreo kexkökur í matvinnsluvél og hakkið gróflega.
  • Setjið 1–2 msk af Oreo kexi í hvert glas fyrir sig.
  • Setjið rjómaostinn í hrærivél og  hrærið þar til hann er orðinn mjúkur og sléttur, rúmar 5 mínútur. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna, kælið súkkulaðið örlítið áður en þið setjið það saman við rjómaostinn.
  • Blandið súkkulaðinu saman við ásamt kakói og piparmyntudropum og hrærið vel.
  • Þeytið rjóma og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  • Setjið ostamúsina í sprautupoka og sprautið henni fallega í hvert glas fyrir sig.
  • Þeytið restina af rjómanum og sprautið honum fallega ofan á ostamúsina ásamt 1 stk. After eight piparmyntusúkkulaði.
  • Geymið ostamúsina í kæli þar til hún er borin fram. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir