Ég, eins og mörg, er alveg sérlega mikil pítsukona. Fátt er betra en góð pítsa og á nokkrum pítsustöðum er hægt að fá pítsur með ríflegu magni af áleggi sem ganga undir nöfnum eins og Pavarotti eða Extra. Þessi samsetning er mjög amerísk og vinsæl þar en því ekki að prófa að blanda þessum hráefnum saman í djúsí kjúklingarétt. Útkoman er svona framúrskarandi góð og þessi blanda er ekkert síðri pöruð með kjúkling og ostasósu.
kjúklingabringur eða lundir, kryddaðar með salti og pipar | |
olía | |
rauðlaukur | |
ferskir sveppir | |
græn paprika | |
pepperónísneiðar | |
• | svartar ólífur í sneiðum, má sleppa |
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn | |
• | þurrkað óreganó |
pepperóní kryddostur frá MS | |
vatn | |
kjúklingakraftur | |
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn | |
tómatpúrra | |
þurrkað óreganó | |
þurrkuð basilíka | |
hvítlauksduft | |
• | salt og pipar eftir smekk |
rjómi frá Gott í matinn |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal