Burrata er auðvitað ein mesta snilld sem hefur verið fundin upp! Það má nota þennan ost í ýmislegt og hér höfum við dásamlega pizzu með fersku góðgæti ásamt rifnum burrata osti. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni pizzu og ég mæli sannarlega með því að þið prófið!
1 kúla | kúla pizzadeig |
5 msk. | grænt pestó |
8 sneiðar | heirloom tómatar eða tómatar að eigin vali |
1 stk. | avocado |
2 lúkur | klettasalat |
6 sneiðar | hráskinka |
2 stk. | íslenskar burrata kúlur |
• | furuhnetur |
• | fersk basilíka |
• | salt og pipar |
• | balsamik gljái |
• | ólífuolía |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir