Það er endalaust hægt að prófa nýtt álegg á pizzur. Ég hef lengi notað hreinan rjómaost á slíkar og finnst það gera þær extra djúsí og góðar. Núna prófaði ég að nota rjómaost með grillaðri papriku og chili og almáttugur það tók þetta alveg á næsta stig! Mér fannst þetta passa hrikalega vel saman og mæli með að þið prófið!
Uppskriftin dugar fyrir 4-5 tólf tommu pizzur
hveiti | |
þurrger (11,8 g) | |
salt | |
volgt vatn | |
ólífuolía |
• | pizzasósa |
• | pepperóní |
• | rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS |
• | paprika |
• | sveppir |
• | rauðlaukur |
• | oreganó krydd |
• | pizzaostur frá Gott í matinn |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir