Menu
Pizza með skinku og pepperóní

Pizza með skinku og pepperóní

Klassísk föstudagspizza með skinku og pepperóní. 

Innihald

4 skammtar

Pizzadeig:

hveiti
þurrger
salt
volgt vatn
matarolía

Álegg

Rifinn heimilisostur
Skinka
Pepperóní
Paprika
Sveppir
Pizzasósa

Skref1

  • Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við.
  • Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast.
  • Spreyið stóra skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í eina klukkustund.

Skref2

  • Skiptið deiginu niður í 3-5 pizzur eftir því hversu stórar þið viljið hafa þær og fletjið þunnt út.
  • Smyrjið með pizzasósu, stráið rifnum osti yfir botninn, raðið álegginu á og stráið smá osti yfir aftur í lokin.
  • Bakið við 220°C í 12-15 mínútur.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir