Menu
Pizza með sterku pepperóní og rifnum piparosti

Pizza með sterku pepperóní og rifnum piparosti

Eins og svo margir, elskum við pizzur! Hér höfum við skemmtilega útfærslu þar sem sterkt pepperóní og rifinn piparostur mæta svörtum ólífum og ferskri basilíku svo úr verður sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana.

Innihald

1 skammtar
pizzabotn, heimagerður eða tilbúinn
pizzasósa
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
rifinn piparostur frá Gott í matinn
lítið pepperóní, sterkt
svartar ólífur í sneiðum
fersk basilíka
rifinn Goðdala ostur eða parmesan

Skref1

  • Setjið pizzastein í ofninn og hitið hann í 275°C eða eins hátt og hann kemst. Einnig er upplagt að nota pizzaofn.
  • Fletjið út deigið í höndunum og pikkið í miðjuna með gaffli.

Skref2

  • Smyrjið pizzasósu yfir botninn og stráið pizzaosti yfir.
  • Setjið vel af rifnum piparosti þar yfir og raðið pepperóní yfir hann.
  • Raðið ólífunum á og stráið meira af rifna piparostinum yfir.

Skref3

  • Bakið pizzuna þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur.
  • Raðið ferskri basiliku á pizzuna og rífið Goðdala- eða parmesanost yfir.
Skref 3

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal