Menu
Pizza með tómötum og mozzarella

Pizza með tómötum og mozzarella

Einföld en umfram allt einstaklega góð pizza fyrir alla unnendur tómata og mozzarella. 

Innihald

1 skammtar

Pizzadeig:

hveiti
þurrger
salt
volgt vatn
matarolía

Álegg:

rifinn Heimilisostur
mozzarellaperlur eða -kúlur
tómatar skornir í sneiðar
pizzasósa
klettasalat
fersk basilika
balsamik gljái

Pizzabotn

  • Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við.
  • Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast.
  • Spreyið stóra skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í eina klukkustund.

Aðferð

  • Skiptið deiginu niður í 5 minni pizzur (um 25 cm í þvermál).
  • Smyrjið með pizzasósu, stráið pizzaosti yfir botninn, sneiddum tómötum og mozzarellaperlum.
  • Bakið við 220°C í um 12-15 mínútur.
  • Dreifið þá klettasalati og ferskri basiliku yfir pizzuna og smá balsamik gljáa.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir