Menu
Pizzaslaufur - macros

Pizzaslaufur - macros

Einföld og góð uppskrift að próteinríkum pizzaslaufum sem er nær eingöngu búin til úr hveiti, hreinu Ísey skyri og lyftidufti. Þetta er uppskrift sem krakkarnir mínir elska og svo sniðugt að búa þetta til með börnum, ekkert ger, engin bið bara græja og henda í ofninn. Ljómandi gott og hollt.

Innihald

14 skammtar
hveiti
Ísey skyr hreint
lyftiduft
salt
pizzakrydd
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
pizzasósa
hveiti á borðið, til að hnoða úr

Skref1

  • Setjið hveitið, skyrið, lyftiduftið og saltið saman í skál og hnoðað saman. Mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum.

Skref2

  • Fletjið út eins og stóra ferhyrnda pizzu, setjið pizzasósu yfir allt og svo ostinn og kryddið loks með pizzakryddi.
  • Flettið helmingnum af deiginu yfir hinn svo þetta líti út eins og samloka.
  • Skerið niður í um 14 lengjur og takið hverja þeirra upp og snúið tvisvar.
  • Leggið slaufurnar á ofnplötu með bökunarpappír.

Skref3

  • Bakið pizzaslaufurnar við blástur 18-20 mín.
  • Þessar pizzaslaufur gufa upp á augabragði ef krakkar eru nálægt svo verið fljót að fá ykkur bita eða tvöfaldið uppskriftina.
  • Það er gott að hafa í huga að þessi uppskrift er gerð með það í huga að bæta próteini í næringuna. Deigið á það til að vera klístrað og blautt og það má bæta aðeins meira hveiti við og svo er hægt að bæta kjötáleggi í slaufurnar ef fólk vill en macros skráningin miðast við uppskriftina hér til hliðar.
Skref 3

Höfundur: Helga Magga