Menu
Pizzasnúðar með sterku pepperóní og Mexíkóosti

Pizzasnúðar með sterku pepperóní og Mexíkóosti

Innihald

30 skammtar

Deig:

volgt vatn
þurrger
sykur
olía
egg
salt
hveiti og meira til að hnoða með

Fylling:

Sterkt pepperóní
Skinka
Mexíkóostur
Rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
Pizzasósa
Óreganó krydd

Aðferð

  • Gerið er sett í volgt vatnið og látið bíða í nokkrar mínútur.
  • Þá er sykri, olíu, eggi og salti blandað saman við og hrært og í lokinn hveitið og hnoðað með höndunum.
  • Deigið er síðan látið lyfta sér í um hálftíma.
  • Þegar deigið hefur lyft sér er það flatt út. Það er fínt að setja meira hveiti á deigið áður en það er flatt út svo það festist ekki við undirlagið.
  • Síðan er áleggið sett á, rúllað upp og skorið í litla bita - Mexíkóosturinn er rifinn niður með rifjárni.
  • Bakið í 15 mínútur eða þangað til snúðarnir hafa tekið góðan lit.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir