Menu
Pizzu pasta

Pizzu pasta

Það er snilld að geta skipt stundum út föstudags pizzunni út fyrir pizzu pasta sem krakkarnir elska. Hægt er að setja sama álegg á pizzu pastað og þú færð þér á pizzu, t.d. bætt við lauk, ólífum, sveppum eða því sem hugurinn girnist. Fljótleg og fjölskylduvæn uppskrift.

Innihald

6 skammtar
nautahakk
pastaskrúfur
ólífuolía
pepperoni
græn paprika
hvítlauksgeirar
pizzasósa
tómat pastasósa
ítölsk kryddblanda eða pizzakrydd
sjávarsalt
pizzaostur frá Gott í matinn

Toppur

pizzaostur frá Gott í matinn
græn paprika
pepperoni

Skref1

  • Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  • Setjið ólífuolíu á pönnu og steikið hakkið. Þegar hakkið er nánast full eldað setji þið saxaðan hvítlauk saman við ásamt pizzakryddi og salti.

Skref2

  • Skerið pepperoni í minni bita og setjið saman við hakkið ásamt papriku. Geymið nokkrar sneiðar af pepperoni og nokkra bita af papriku til þess að setja ofan á réttinn í lokin.
  • Blandið pizzasósu og pastasósunni saman við hakkið og leyfið að sjóða við vægan hita í rúmar 10 mínútur.
  • Þeir sem vilja bæta ólífum, sveppum eða öðru við gera það áður en sósan er sett saman við.

Skref3

  • Blandið pastaskrúfunum saman við hakkið ásamt rifna ostinum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið í eldfast mót, setjið rifinn pizzaost ofan á, pepperoni og papriku.
  • Eldið í ofninum í 10 mínútur við 180 gráðu hita eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg.
  • Berið fram með t.d. hvítlauksbrauði.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir