Menu
Pönnuköku hnallþóra

Pönnuköku hnallþóra

Þetta er engin venjuleg terta heldur litrík og falleg pönnuköku terta.

Innihald

1 skammtar

Pönnukökur

egg
sykur
hveiti
lyftiduft
vanilludropar
kardimommur
smá salt
brætt smjör
mjólk, 4-5 dl eða eftir þörfum

Fylling

rjómi
jarðarber
bláber
góð berjasulta
flórsykur

Pönnukökur - aðferð

  • Þeytið egg og sykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós.
  • Blandið þurrefnum saman við. Bætið því næst vanillu-, kardimommudropum, smjöri og mjólk út í og hrærið varlega í deiginu með sleif.
  • Steikið pönnukökurnar á pönnukökupönnu í 1–2 mínútur á hvorri hlið.
  • Kælið kökurnar vel áður en þið setjið á þær rjómafyllingu.

Fylling - aðferð

  • Þeytið rjóma og bætið flórsykri saman við.
  • Merjið 10 jarðarber með gaffli og blandið varlega saman við rjómann.
  • Smyrjið pönnuköku með sultu og setjið vel af rjóma yfir, endurtakið leikinn þar til rjóminn klárast.
  • Skreytið kökuna gjarnan með fallegum berjum t.d. bláberjum og jarðarberjum. Sigtið einnig smávegis af flórsykri yfir kökuna í lokin og kælið í ísskáp í 1-2 tíma áður en þið berið kökuna fram.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir