Aðferð
- Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál og hrærið vel saman.
- Setjið eggin saman við, eitt í einu og hrærið léttilega á milli með písk.
- Blandið mjólkinni saman við smátt og smátt í einu ásamt bræddu smjöri og hrærið vel á milli.
- Því næst setjið þið vanilludropa eftir smekk, ég nota yfirleitt 3 -4 tsk. því ég vil hafa mikið bragð af þeim. Hrærið allt saman mjög vel, ef það koma kekkir í deigið þá er ekkert mál að sigta það bara yfir í aðra skál.
- Setjið pönnukökupönnuna á helluna, setjið smá smjör á pönnuna svo deigið festist ekki við og skellið fyrstu pönnukökunni á.
- Það tekur smá tíma að baka pönnukökur en það er þess virði!
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir