Menu
Prótein pizza - macros

Prótein pizza - macros

Próteinríkur og góður pizzabotn þar sem hreint Ísey skyr er í aðalhlutverki. Ljúffengur botn sem svíkur engan pizzuáhugamann og það besta er hvað það er einfalt að gera botninn. Þessi uppskrift dugar í einn stóran botn eða fjórar litlar og fyrir 4 manna fjölskyldu er tilvalið að tvöfalda uppskriftina til að fá tvær stórar pizzur.

Innihald

1 skammtar
hveiti
Ísey skyr hreint
lyftiduft

Tillaga að áleggi

rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
pepperóní
pizzakrydd

Aðferð

  • Innihaldsefni sett í skál og hnoðað saman í deig. Það er þægilegast að nota hrærivél en vel hægt að hræra saman í höndunum.
  • Fletjið út og setjið á bökunarpappír.
  • Okkur fjölskyldunni finnst betra að baka botnana fyrst í 20 mín. við 180° og setja svo áleggið á og baka aftur í um 8-10 mín. á sama hita en það er líka í góðu lagi að setja áleggið beint á og baka þá í 20 mín. Endarnir verða stökkari ef botninn er bakaður á undan.
  • Macrosskráning miðast bara við botninn.
  • Pizzan á myndinni var gerð úr 70 g botni með pizzasósu, osti og pepperóní og voru macrosin eftirfarandi: kolvetni 28,4 g, fita 10,4 g og prótein 19 g.
Aðferð

Höfundur: Helga Magga