Menu
Próteinríkar kotasæluvöfflur

Próteinríkar kotasæluvöfflur

Þessar kotasæluvöfflur eru fullkomin næring í morgunmat eða í nestisboxið. Þessar rjúka út á mínu heimili. 

Innihald

12 skammtar
kotasæla (150 g)
haframjöl (80 g)
egg
lyftiduft
husk (má sleppa)
léttmjólk

Tillaga að meðlæti

ostur, skinka og grænmeti eða sulta og rjómi

Aðferð

  • Blandið innihaldsefnunum saman í blandara eða matvinnsluvél og bakið í vöfflujárni.
  • Ef deigið er of þykkt er gott að bæta örlítið meiri mjólk saman við deigið.
  • Vöfflurnar eru mjög góðar með osti, skinku og grænmeti og einnig hægt að borða þær með sultu og rjóma.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda fyrir vöfflurnar með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 21,3 g - Prótein: 17,9 g - Fita: 9 g - Trefjar 4,1 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Kotasæluvöfflur.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga