Menu
Próteinríkar pönnukökur með ljúffengri fyllingu

Próteinríkar pönnukökur með ljúffengri fyllingu

Fylltar pönnukökur fyrir fjóra, 2 stk. á mann.

Innihald

4 skammtar

Pönnukökudeig (um 8 stk.)

hveiti
lyftiduft
sjávarsalt og svartur pipar, eftir smekk
egg
kotasæla
sýrður rjómi eða grísk jógúrt frá Gott í matinn
rifinn parmesanostur
smjör, brætt

Pistasíupestó:

fersk basilíka
pistasíur, án skelja
smá sjávarsalt og svartur pipar
hvítlauksrif
góð ólífuolía
rifinn parmesanostur

Álegg:

sýrður rjómi frá Gott í matinn
piccolo tómatar, skornir í tvennt, eða önnur tegund af safaríkum tómötum
litlar mozzarellakúlur, skornar í sneiðar

Pönnukökudeig

  • Blandið þurrefnunum saman í skál.
  • Pískið egg, kotasælu, sýrðan rjóma og parmesanost saman. Hellið saman við þurrefnin og hrærið þar til blandan er laus við kekki. Bætið smjöri saman við. Hrærið.
  • Steikið á pönnukökupönnu.

Pistasíupestó

  • Setjið fyrstu fimm hráefnin í matvinnsluvél eða blandara og maukið. Setjið í skál og hrærið parmesanosti saman við. Smakkið til með salti.

Samsetning

  • Smyrjið hverja pönnuköku með sýrðum rjóma og pistasíupestói, u.þ.b. 1 msk. af hvoru. Setjið tómata og mozzarella yfir og brjótið pönnukökuna saman. Berið fram með afganginum af pestóinu ef einhver er, góðri ólífuolíu, parmesanosti og svörtum pipar.
  • Pönnukökurnar eru líka frábærar með rifnum osti, skinku, pepperóní og grænmeti, t.d. sveppum eða papriku. Þá er hins vegar gott að setja áleggið fyrst á, brjóta kökuna svo saman eða rúlla henni upp og hita síðan í ofni.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir