Menu
Próteinríkt eplasalat

Próteinríkt eplasalat

Þetta próteinríka eplasalat hefur verið ansi vinsælt á TikTok síðustu misserin og því upplagt að leyfa fleirum að njóta. Frábær morgunmatur, millimál, nú eða kvöldsnarl þegar þig langar í eitthvað smá nasl.

Innihald

1 skammtar
epli, skorið í þunnar sneiðar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
hnetusmjör
hunang
smá kanill
smá granóla (má sleppa)

Aðferð

  • Skerið eplið í þunnar sneiðar.
  • Blandið innihaldsefnum saman í krukku eða nestisbox sem hægt er að loka og hristið saman.
  • Setjið í skál eða borðið beint upp úr krukkunni eða nestisboxinu.
  • Gott að toppa með smá granóla.

Höfundur: Helga Magga