Menu
Púðursykurs bollakökur með kanil-rjómaostakremi

Púðursykurs bollakökur með kanil-rjómaostakremi

Innihald

24 skammtar

Kökur

smjör
hveiti
maldon salt
lyftiduft
sykur
púðursykur
egg við stofuhita
vanilludropar
mjólk við stofuhita

Kanill rjómaostakrem

flórsykur
smjör við stofuhita
vanilludropar
rjómaostur
kanill

Bollakökur

  • Ofninn stilltur á 180°C
  • Bræðið smjörið í potti undir meðalhita þangað til smjörið er bráðnað og orðið dökkt að lit, setjið síðan smjörið í skál og látið kólna, skafið smjörið vel úr pottinum og líka það brúna sem er í botninum.
  • Hrærið hveiti, lyftidufti, salti og sykri vel saman.
  • Hrærið eggin, mjólkina og vanilludropana saman í sér skál, bætið svo við smjörinu þegar það hefur náð stofuhita, einnig er mikilvægt að eggin og mjólkin séu við stofuhita.
  • Blandið því síðan saman við hveitiblönduna og hrærið þangað til allt er vel blandað saman.
  • Setjið deigið í bollakökuform og bakið í u.þ.b. 18-22 mínútur eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar að lit. Einnig er hægt að gera tveggja laga köku og þá er deiginu skipt niður í tvö meðalstór bökunarform og þarf lengri bökunartíma.

Kanil-rjómaostakrem

  • Hrærðu smjörið og rjómaostinn vel saman, bættu svo við flórsykrinum smá og smá saman við ásamt kanilnum og vanilludropum.
  • Hrærið þangað til kremið verður mjúkt og létt.
  •  

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir