Menu
Quesadillas með avókadó ídýfu

Quesadillas með avókadó ídýfu

Einfaldar og algjörlega ómótstæðilegar quesadillas!

Innihald

4 skammtar

Quesadillas:

kjúklingabringur
ólífuolía
chilli (2-3 tsk.)
cumin
rauð paprika
græn paprika
rauðlaukur
hvítlauksgeirar
tortillakökur, meðal stórar (5-6 stk.)
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
svart Doritos
smjör
safi úr hálfri límónu
salt og pipar
kóríander

Avókadó ídýfa:

mjúk avókadó
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
límóna
bréf guacamole krydd
salt

Skref1

  • Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu ásamt 2 msk. af ólífu olíu.
  • Bætið öllu kryddi saman við og veltið kjúklingnum vel upp úr því.
  • Þegar kjúklingurinn er orðinn eldaður, setjið hann þá í skál og til hliðar.

Skref2

  • Skerið paprikurnar og í litla bita og steikið á pönnu ásamt 2 msk. af ólífu olíu.
  • Skerið rauðlauk gróflega niður og steikið ásamt paprikunum.
  • Því næst er hvítlauknum bætt saman við og steiktur snögglega, passið þó að hann brenni ekki á pönnunni.

Skref3

  • Blandið grænmetinu saman við kjúklinginn og kreistið hálfa límónu yfir og hrærið saman.

Skref4

  • Setjið smá klípu af smjöri á pönnu og setjið tortillaköku á pönnuna, hitið hana örlítið og snúið henni svo við.
  • Setjið cheddar og pizzaost yfir alla tortilluna.
  • Þegar osturinn er farinn að bráðna aðeins setjið þá kjúklinga og grænmetisblönduna á helming tortillunar ásamt kóríander og Doritos.
  • Lokið tortillunni og skerið í 3 bita.
  • Berið fram með salsasósu, avacado ídýfu og meira Doritos.

Avókadó ídýfa

  • Setjið allt hráefni í blandara eða matvinnsluvél og hakkið þar til blandan er orðin mjúk og slétt.
  • Einstaklega góð með Quesada, taco eða tortilla snakki.
Avókadó ídýfa

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir