Menu
Rabarbarasulta með appelsínu

Rabarbarasulta með appelsínu

Innihald

1 skammtar
rabarbari
sykur
vanilludropar
Börkur og safi af einni sítrónu
vatn

Aðferð

  • Skerið rabarbarann í litla bita og setjið í pott ásamt sykri.
  • Setjið smá rabarbara og sykur til skiptis í pottinn svo sykurinn blandist rabarbaranum vel.
  • Setjið vanilludropa saman við ásamt safa og berki af einni appelsínu.
  • Setjið lok á pottinn og geymið í pottinum yfir nótt.
  • Setjið vatn saman við og hitið yfir meðalháum hita eða þar til sykurinn hefur náð að leysast alveg upp. Hrærið rólega af og til. Þegar sykurinn hefur leyst alveg upp hækkið þá hitann undir sultunni og sjóðið í rúmar 10 mínútur eða þar til blandan er orðin að sultu.
  • Gott er að hræra reglulega í pottinum.
  • Þegar sultan er orðin slétt og fín þá takið þið hana af hellunni og hellið í krukkur með loki.
  • Sultan er einstaklega góð með heitum vöfflum eða pönnukökum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir