Menu
Rækjusalat með sætri chillisósu og sýrðum rjóma

Rækjusalat með sætri chillisósu og sýrðum rjóma

Klassískt meðlæti með öðruvísi snúningi.

Innihald

6 skammtar
Rækjur, afþýddar
Sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
Sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
Harðsoðin egg
Sæt chillisósa
Salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Þerrið rækjurnar.

Skref2

  • Blandið saman sýrðum rjóma og chillisósu.

Skref3

  • Saxið harðsoðin egg niður í litla bita.

Skref4

  • Blandið öllu saman og saltið og piprið eftir smekk.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson