Ég fæ ekki leið á því að búa til uppskriftir sem innihalda rauðrófur. Ástæðan er einföld, rauðrófur eru ofurfæða, góðar fyrir alla og sérstaklega þá sem eru að æfa mikið. Talið er að rauðrófur geti hjálpað til við að lækka blóðþrýsting og minnkað bólgur í líkamanum. Rauðrófur eru stútfullar af trefjum, vítamínum og steinefnum. Svo er einfaldlega gaman að borða allt sem er bleikt og fallegt.
forsoðnar rauðrófur (1-2 eftir stærð) | |
ostakubbur frá Gott í matinn | |
kjúklingabaunir (ein dós) | |
safi af kjúklingabaunum | |
tahini (10 g) | |
• | safi úr einni sítrónu (2-3 msk.) |
hvítlauksrif | |
kúmín | |
smá salt og pipar |
Höfundur: Helga Magga