Botn
- Ofninn hitaður í 180 gráður.
- Sigtið saman í skál hveiti, salt og lyftiduft og setjið til hliðar.
- Blandið vel saman matarlit og kakó í skál.
- Blandið saman í hrærivél smjöri og sykri, og bætið síðan eggjunum við einu í einu og þar næst matarlitsblöndunni.
- Þriðjungi hveitiblöndunnar er næst blandað saman við ásamt helmingi súrmjólkurinnar, síðan hveiti aftur, restinni af súrmjólkinni og næst afganginum af hveitiblöndunni.
- Matarsóti og edik hrært saman í skál og sett saman við í lokinn.
- Skiptið deiginu jafnt í tvö smurð form og bakið í 20-30 mínútur.
Krem
- Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
- Þeytið saman flórsykurinn og rjómaostinn í hrærivél og bætið í lokinn rjómanum varlega við með sleif.
- Skerið smávegis af toppnum á öðrum kökubotninum, myljið í skál og setjið til hliðar.
- Skiptið kreminu til helminga og setjið á milli botnanna tveggja og ofan á kökuna.
- Skreytið loks kökuna með bláberjum og kökumulningnum.
Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir