Menu
Rice crispies marens með kókosbollum og súkkulaði

Rice crispies marens með kókosbollum og súkkulaði

Innihald

12 skammtar

Marengs:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
rice crispies

Súkkulaðikrem:

eggjarauður
flórsykur
suðusúkkulaði
smjör

Rjómafylling:

kókosbollur
rjómi

Marengs

  • Stilltu ofninn í 150 gráður og hafðu til tvær bökunarplötur með smjörpappír á.
  • Hrærðu eggjahvíturnar saman, bættu svo sykrinum smá og smá saman við og bættu svo lyftidufti saman við. Hrærðu vel saman þangað til blandan verður hvít og stíf.
  • Myndaðu tvo jafnstóra hringi á bökunarplöturnar og bakaðu í um 50-60 mínútur eða þar til botnarnir hafa náð að þorna vel.

Súkkulaðikrem

  • Hrærðu eggjarauðurnar og flórsykurinn saman á miklum hraða þangað til blandan verður ljós og létt.
  • Bræddu smjörið og suðusúkkulaðið saman í potti og bættu svo varlega saman við blönduna.
  • Geymdu örlítið súkkulaði til þess að skreyta kökuna.
  • Heltu kreminu yfir annan botninn.

Rjómafylling

  • Þeyttu rjómann þangað til hann er orðinn stífur og fínn.
  • Bættu kókosbollunum saman við rétt áður en rjóminn er tilbúinn.
  • Smurðu rjómanum á botninn og settu hinn ofan á.
  • Skreyttu með afgangs suðusúkkulaði.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir