Menu
Rice Krispies skrímsli

Rice Krispies skrímsli

Þessi litlu og sætu skrímsli er skemmtilegt að bjóða upp á í hrekkjavökupartíinu nú eða handa vinnufélögum.

Innihald

20 skammtar

Rice Krispies bitar:

smjör
litlir sykurpúðar, hvítir eða marglitir (283g)
Rice Krispies

Skraut:

Candy Melt
suðusúkkulaði
Augu sem má borða (sykuraugu)

Aðferð

  • Setjið smjörpappír í ferkantað eða ílangt form um 25x35 sm að stærð.
  • Setjið smjör í pott yfir lágan hita og bræðið.
  • Bætið sykurpúðunum saman við og hrærið þar til þeir hafa bráðnað alveg og blandan er orðin mjúk og slétt.
  • Setjið Rice Krispies í skál og hellið sykurpúðablöndunni saman við.
  • Hrærið hratt og vel hér svo allt nái að blandast vel saman.
  • Setjið Rice Krispies í formið.
  • Hér er gott að nota sleikju svo það festist ekki of mikið við þar sem blandan er vel klístruð.
  • Þegar þið hafið dreift vel úr blöndunni er gott að setja smjörpappír ofan á og slétta vel og jafna.
  • Kælið í rúmar 30 mínútur eða þar til þetta hefur fests vel saman.
  • Skerið svo í bita í þeirri stærð sem þið viljið.
  • Hér er hægt að skreyta að vild. Bræðið suðusúkkulaði í potti yfir lágum hita og dýfið endanum ofan í.
  • Skreytið með augum, sprinkles eða því sem ykkur dettur í hug.
  • Bræðið candy meltið eins og sagt er á pakkanum og gerið eins. Candy melt er til í allskonar litum.
Aðferð

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir