Menu
Rifsberjabaka með himneskri vanillusósu

Rifsberjabaka með himneskri vanillusósu

Rifsberjarunnar svigna þessa dagana undan eldrauðum
dásamlegum berjum sem er ákaflega gaman að nota í eitthvað fleira en hlaup eða sultu. Þessi rifsberjabaka, eða rifsberjapæ, er í algjöru uppáhaldi - svona fallega bleik með stökkum hafratoppi. Himnesk og silkimjúk vanillusósan gæti svo varla farið henni betur.

Innihald

1 skammtar

Fylling

rauð rifsber
sykur
maizenamjöl

Deig

smjör
sykur
haframjöl
hveiti
vanillusykur
lyftiduft

Vanillusósa

vanillustöng
rjómi frá Gott í matinn
nýmjólk
eggjarauður
flórsykur
maizenamjöl
smjör

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  • Hreinsið rifsber af stilkunum.
  • Blandið saman berjum, sykri og maizenamjöli, öðru nafni maíssterkju.
  • Hellið í pæform eða eldfast mót.

Skref2

  • Bræðið smjörið og hrærið öllum innihaldsefnunum í deigið vel saman.
  • Breiðið deigið yfir berin, deigið er frekar laust í sér og gott að leyfa því að vera dálítið grófu og lauslegu yfir berjunum.
  • Bakið í 30-40 mínútur.

Skref3

  • Á meðan rifsberjapæið er í ofninum er vanillusósan útbúin.
  • Kljúfið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr og setjið í lítinn pott.
  • Bætið restinni af hráefnunum í pottinn og pískið öllu mjög vel saman.
  • Kveikið undir pottinum á meðalhita og hrærið í pottinum allan tíman þar til suðan kemur upp. Látið malla mjög rólega í eina til tvær mínútur þar til sósan þykknar.
  • Sósuna má bera fram volga eða kalda. Hún geymist vel í lokuðu íláti í kæli í 2-3 daga. Ef ykkur finnst hún of þykk er lítið mál að bæta örlitlum rjóma saman við þar til hún þynnist aðeins.
  • Berið sósuna fram með heitu rifsberjapæi.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir