Menu
Rjómaís með Daim

Rjómaís með Daim

Einfaldur og einstaklega góður jólaís sem smellpassar í desert um hátíðarnar.

Innihald

4 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
egg
sykur
vanilludropar
Daim

Skref1

  • Byrjið á að aðskilja eggjahvítuna og rauðuna, stífþeytið svo eggjarauðuna við sykurinn.
  • Í annarri skál stífþeytið þið eggjahvíturnar.
  • Í þriðju skálinni þeytið þið rjómann og vanilludropana saman.

Skref2

  • Blandið öllu vel saman, fyrst rjómanum við eggjarauðurnar og svo eggjahvítunum saman við.
  • Brjótið Daim stöngina í mjög litla bita og blandið saman við ísinn.

Skref3

  • Færið ísblönduna í form sem passar í frystinn ykkar.
  • Gott er að setja filmu yfir formið eða hafa í íláti með loki.
  • Frystið í a.m.k. 6 klst. og gott er að hræra í ísnum á klukkutíma fresti (þó ekki nauðsynlegt).
  • Toppið ísinn með Daimkurli og íssósu að eigin vali.

Höfundur: Bara matur