Menu
Rjómakennd ostaídýfa sem rífur í

Rjómakennd ostaídýfa sem rífur í

Hver elskar ekki góðar ídýfur! Það er svo gaman að leika sér með alls kyns slíkar og svipaða hugmynd sá ég á netinu en útfærði eftir mínu höfði. Við buðum upp á þessa ídýfu í partýi og hver einasti maður sem hana smakkaði spurði um uppskrift svo ykkur er sannarlega óhætt að hræra í þessa snilld við fyrsta tilefni!

Innihald

1 skammtar

Ostaídýfa

ostakubbur frá Gott í matinn
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
grísk jógúrt frá Gott í matinn
sítrónusafi

Toppur

ólífuolía
vorlaukur (saxaður)
furuhnetur
hvítlauksrif (rifin)
chili flögur
gróft salt

Meðlæti

nachos eða tortilla flögur

Aðferð

  • Setjið öll innihaldsefni fyrir ostaídýfuna í blandara/matvinnsluvél og maukið saman.
  • Smyrjið blöndunni næst í nokkuð víða skál/fat sem er um 20-25 cm í þvermál og útbúið toppinn.
  • Hitið olíuna vel á pönnu og hellið öllu nema grófa saltinu saman við þegar olían er orðin vel heit, lækkið þá hitann alveg niður og leyfið að mýkjast í um eina mínútu.
  • Leyfið blöndunni að standa í nokkrar mínútur á meðan mesti hitinn fer úr olíunni og hellið síðan óreglulega yfir ostablönduna.
  • Stráið að lokum grófu salti yfir allt og njótið með tortilla flögum.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir