Menu
Rjómalagað alfredo pasta

Rjómalagað alfredo pasta

Klassískur pastaréttur sem hentar bæði hversdags eða við fínni tilefni. Einfaldur og ómótstæðilega góður!

Innihald

4 skammtar
tagliatelle pasta
smjör
hvítlauksrif, smátt söxuð
laktósalaus G-rjómi eða hefðbundinn rjómi frá Gott í matinn
rifinn Óðals Tindur
rifinn parmesan ostur eða Goðdala Feykir
salt og pipar
surrkaðar chilliflögur (má sleppa)
fersk steinselja

Skref1

  • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka og gerið sósuna á meðan.

Skref2

  • Bræðið smjör á pönnu við meðalhita og steikið hvítlaukinn upp úr smjörinu þannig að hann mýkist.
  • Hellið rjómanum á pönnuna og hleypið suðunni upp.

Skref3

  • Lækkið hitann strax niður í lægstu stillingu og bætið ostinum út í rjómann.
  • Hrærið rólega þar til osturinn er alveg bráðnaður.
  • Smakkið til með salti og nýmöluðum svörtum pipar og chilliflögum ef vill.

Skref4

  • Sigtið pastað en geymið dálítið af pastavatninu.
  • Setjið pastað út í ostasósuna og blandið vel saman.
  • Þynnið með pastavatninu eftir þörfum.
  • Stráið yfir ferskri steinselju og berið fram.
Skref 4

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir