Menu
Rjómalagað vodka pasta

Rjómalagað vodka pasta

Bragðgóður og öðruvísi pastaréttur sem kemur skemmtilega á óvart, svo ekki sé meira sagt! Sósan er látin bullsjóða svo áfengið sýður að mestu leyti í burtu en eftir stendur spennandi undirtónn eða keimur sem gefur réttinum nýstárlegt bragð.

Innihald

3 skammtar
pasta, t.d. penne eða rigatoni
smjör
lítill laukur, smátt saxaður
hvítlauksrif, smátt söxuð
vodka
hakkaðir tómatar
tómatpúrra
rjómi frá Gott í matinn
rifinn Óðals Tindur eftir smekk
salt, pipar og chili flögur, eftir smekk
fersk basilíka, má sleppa

Skref1

  • Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.
  • Bræðið smjör á pönnu og steikið lauk og hvítlauk þar til mýkist.
  • Kryddið með salti, pipar og chilliflögum.

Skref2

  • Hækkið hitann og hellið vodkanu yfir, leyfið að sjóða í 1-2 mínútur.
  • Bætið þá tómatmaukinu og tómatpúrrunni út á ásamt rjómanum.
  • Leyfið að malla í 5 mínútur þar til þykknar aðeins og smakkið til með salti, pipar og chiliflögum.

Skref3

  • Bætið soðnu pastanu út á pönnuna og blandið vel saman.
  • Toppið með vel af rifnum Óðals Tindi og e.t.v. ferskri basilíku.
  • Berið fram strax með rifnum Óðals Tindi.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir