Menu
Rjómalöguð sveppasúpa með brauði og hrærðu smjöri

Rjómalöguð sveppasúpa með brauði og hrærðu smjöri

Súpur eru alltaf góðar, en rjómalagaðar súpur eru langbestar! Þessi rjómalagaða sveppasúpa er í einu orði sagt dásamleg og hrærða smjörið svo gott að það er hægt að borða það eintómt!

Innihald

4 skammtar
smjör
sveppir
hvítlauksrif
hveiti
vatn
rjómi frá Gott í matinn
grænmetisteningur
sveppateningur
salt og pipar
soya sósa
ferskt timjan

Hrært smjör

smjör við stofuhita
salt
rjómi frá Gott í matinn

Meðlæti

brauð

Skref1

  • Setjið smjör í pott og bræðið.
  • Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjörinu þar til þeir verða fallega brúnir að lit.
  • Saxið hvítlaukinn smátt niður og blandið saman við.

Skref2

  • Setjið hveiti saman við og hrærið vel.
  • Hellið vatni saman við og hrærið þar til blandan er orðin slétt og fín.
  • Hellið rjómanum saman við ásamt grænmetis- og sveppakrafti og leyfið súpunni að malla aðeins.
  • Setjið soya sósu saman við ásamt salti og pipar eftir smekk.

Skref3

  • Setjið ferskt timjan út í súpuna og látið súpuna sjóða yfir lágum hita í nokkrar mínútur.
  • Fyrir ykkur sem viljið mauka sveppina er gott að nota töfrasprota til þess.

Skref4

  • Þá er komið að hrærða smjörinu.
  • Setjið smjör í skál ásamt rjóma og salti og hrærið þar til smjörið er orðið vel þeytt og mjúkt.
  • Berið fram með baguette eða öðru brauði ásamt súpunni.
Skref 4

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir