Menu
Rjómalöguð tómatsúpa með kjúklingi

Rjómalöguð tómatsúpa með kjúklingi

Sérlega gómsæt og bragðmikil tómatsúpa með kjúklingi og rjómaosti sem tekur enga stund að elda.

Rjómaostur með papriku og chilli gefur einstaklega gott bragð í súpuna og rífur aðeins í sem er upplagt á köldum haustkvöldum.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur, skornar í litla bita (3-4)
laukur, smátt saxaður
hvítlauksrif, smátt söxuð
rauð paprika, skorin í litla teninga
smjör
tilbúin tacokryddblanda að eigin vali
tómatpaste
dósir maukaðir tómatar
kjúklingasoð (vatn og 1-2 teningar eða kraftur)
rjómi frá Gott í matinn
Rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
salt og pipar

Toppur:

Saxaðir tómatar
Basil
vorlaukur
rifinn Mozzarella frá Gott í matinn

Skref1

  • Bræðið smjör í stórum potti.
  • Steikið kjúklinginn og kryddið með tacokryddi þar til aðeins brúnaður og setjið þá í skál til hliðar.
  • Steikið því næst lauk, hvítlauk og papriku þar til mýkist aðeins. Kryddið einnig með tacokryddi.
  • Bætið tómatpaste út í og leyfið að steikjast aðeins með.

Skref2

  • Hellið tómötunum yfir ásamt kjúklingasoði, rjóma og rjómaosti.
  • Pískið saman og hitið hægt og rólega upp.
  • Þegar suðan er að koma upp setjið kjúklinginn út í og sjóðið allt rólega saman í fimm mínútur.

Skref3

  • Smakkið súpuna til með salti, pipar og ef til vill meira tacokryddi.
  • Setjið í skálar og toppið með ferskum tómötum, basil, rifnum osti og vorlauk.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir