Menu

Innihald

8 skammtar
Kanilsnúðadeig (tilbúið í rúllu, má nota pizzadeig)
Nutella
Rjómaostur frá Gott í matinn

Aðferð

  • Fletjið eða rúllið deigið út. Smyrjið með Nutella og hafið meira súkkulaði við jaðarinn ofanverðan svo fyllingin sé djúsí í miðju hvers snúðs. Smyrjið rjómaost sömuleiðis við jaðarinn ofanverðan. Rúllið vandlega upp og um fyllinguna og haldið svo áfram að rúlla deigið alla leið.
  • Myndið hring úr deiginu og leggið á plötu með bökunarpappír. Skerið eða klippið í deigið, ¾ hluta inn í hringinn. Lagið snúðana til eftir klippinguna og snúið aðeins uppá þá svo þeir opni sig.
  • Stillið ofninn á hita skv. leiðbeiningum á deigumbúðunum. Bakið líklega í um tíu mínútur en sömuleiðis skv. leiðbeiningum, alls ekki of mikið svo snúðarnir séu mjúkir og góðir og endist betur.
  • Takið úr ofninum, látið aðeins kólna og skreytið að vild áður en borið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir