Menu
Rjómaostapasta með risarækjum

Rjómaostapasta með risarækjum

Sjávarréttapasta með bragðmiklum ostum er toppurinn.

Nýr rjómaostur með grillaðri papriku og chilli er fullkominn í pastarétti og skagfirsku Goðdala ostarnir eru að sjálfsögðu ómissandi með. 

Innihald

6 skammtar
spaghetti eða annað pasta
salt

Risarækjur:

risarækjur
chilli
hvítlaukssalt
papriku krydd
ólífuolía

Sósa:

rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
pastasoð
Goðdala Feykir
salt
svartur pipar

Skref1

  • Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu og setjið 1 tsk. af salti saman við vatnið.

Skref2

  • Setjið rækjurnar í skál ásamt kryddinu og blandið vel saman.
  • Látið rækjurnar standa þar til sósan er tilbúin.

Skref3

  • Setjið rjómaost og matreiðslurjóma saman í pott yfir meðalháum hita og hrærið þar til osturinn hefur bráðnað.
  • Bætið saman við pastasoði, rifnum Goðdala Feyki og kryddi.
  • Hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

Skref4

  • Setjið olíu á pönnu yfir háum hita og steikið rækjurnar í rúmar 4 mínútur eða þar til þær eru orðnar bleikar að lit.
  • Passið ykkur þó að steikja þær ekki of lengi þar sem þær geta orðið seigar.

Skref5

  • Þegar rækjurnar eru tilbúnar setjið þið pastað og rjómaostasósuna saman við rækjurnar og veltið pastanu vel upp úr sósunni svo það blandist allt vel saman.
  • Berið fram með rifnum Goðdala Feyki og pipar.
Skref 5

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir